Fara í efni
Þór

Topplið Selfoss sækir Þórsara heim í dag

Kristófer Kristjánsson á fleygiferð með boltann í jafnteflinu gegn Grindavík á dögunum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar taka á móti toppliði Selfyssinga í dag í Lengjudeildinni í knattspyrnu, næst efstu deild Íslandsmótsins. Leikurinn hefst klukkan 18.00 á Þórsvellinum (SaltPay vellinum).

Í síðustu umferð gerði Þór 3:3 jafntefli við Vestra á Ísafirði en Selfyssingar burstuðu lið Þróttar úr Vogum 4:0. Selfoss er á toppi deildarinnar sem fyrr segir, er með 10 stig eftir fjóra leiki, en Þór er í áttunda sæti með fimm stig að loknum fjórum leikjum.

Þórsarinn Harley Willard og Gary Martin, sem leikur með liði Selfoss, eru meðal markahæstu manna deildarinnar, hafa báðir gert fjögur mörk.

Á heimasíðu Þórs er bent á að upphitun hefjst í Hamri klukkan 16.30, þar sem hægt sé að kaupa hamborgara og drykki.