Fara í efni
Þór

Þrjár úr Þór/KA spiluðu sigurleik gegn Svíum

Leikmenn Þórs/KA í landsliðsferðinni. Frá vinstri: Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir.

Þrír leikmenn úr Þór/KA voru í landsliði 19 ára og yngri sem sigraði Svía 2:1 í vináttuleik í knattspyrnu í gær. Jakobína Hjörvarsdóttir var fyrirliði í leiknum, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir var líka í byrjunarliðinu og Ísfold Marý Sigtryggsdóttir lék síðasta hálftímann.

Ísland tapaði 3:1 fyrir Norðmönnum á sunnudaginn, þá voru Jakobína og Ísfold í byrjunarliðinu en Kimberley Dóra kom ekki við sögu.

Auk stelpnanna þriggja er Jón Stefán Jónsson, annar þjálfara Bestu deildar liðs Þórs/KA í hópnum sem einn af aðstoðarþjálfurum Margrétar Magnúsdóttur, þjálfara U19 landsliðsins.

Leikirnir fóru báðir fram í Svíþjóð.