Fara í efni
Þór

Þrír Þórsarar léku með U15 á móti í Slóveníu

Þórsararnir þrír, frá vinstri: Sverrir Páll Ingason, Einar Freyr Halldórsson og Egill Orri Arnarsson.

Þrír Þórsarar léku með landsliði 15 ára og yngri í knattspyrnu á móti í Slóveníu sem lauk í gær, UEFA Development Tournament. Þetta voru þeir Egill Orri Arnarsson, Einar Freyr Halldórsson og Sverrir Páll Ingason. 

Ísland varð í öðru sæti á mótinu, fékk fimm stig, en Slóvenía varð efst með sjö stig.

Íslenska liðið vann Lúxemborg 2:0 en gerði jafntefli í hinum tveimur leikjunum, 3:3 við Norður-Írland og 1:1 við Slóveníu. Þegar jafntefli varð á mótinu var reyndar gripið til vítaspyrnukeppni og íslensku strákarnir höfðu betur í bæði skiptin. Stigin voru þó talin á hefðbundinn hátt áður en til vítakeppninnar kom.

Í hópnum voru 20 leikmenn frá 14 félögum, flestir frá Þór.

Strákarnir komu allir við sögu í leikjunum þremur; Egill Orri og Einar Freyr voru tvisvar í byrjunarliðinu en Sverrir Páll einu sinni.

Nánar hér um mótið á vef KSÍ.