Þór
Þrettándagleði Þórs aflýst annað árið í röð
06.01.2022 kl. 06:00
Álfakóngur og drottning hans. Mynd af heimasíðu Þórs.
Íþróttafélagið Þór hefur haldið Þrettándagleði til áratuga, en ekkert verður af slíkri samkomu í kvöld, á síðasta degi jóla.
„Vegna gildandi samkomutakmarkana er ljóst að ekki verður hægt að halda þrettándagleði Þórs í ár. Er þetta annað árið í röð sem ekki er hægt að halda viðburðinn vegna faraldurs Covid 19,“ segir á heimasíðu félagsins. „Við Þórsarar stefnum að sjálfsögðu ótrauð á að halda þrettándagleðina að rúmu ári liðnu en fram að því munum við að sjálfsögðu öll að halda í gleðina á árinu sem ný gengið er í garð!“