Þór
Þórsstrákarnir hófu keppni með sigri
26.09.2021 kl. 18:31
Aron Hólm Kristjánsson brýst í gegnum vörn Hauka í dag, Halldór Yngvi Jónsson til vinstri. Ljósmynd: Páll Jóhannesson.
Þór sigraði ungmennalið Hauka 27:25 í íþróttahöllinni í dag í fyrstu umferð Grill 66 deildarinnar, næst efstu deild Íslandsmótsins í handbolta. Þór hafði eins marks forskot í hálfleik, 13:12.
Viðar Ernir Reimarsson gerði 7 mörk fyrir Þór, Arnór Þorri Þorsteinsson 5, Aron Hólm Kristjánsson, Halldór Yngvi Jónsson og Ágúst Örn Vilbergsson 3 hvor, og þeir Elvar Örn Jónsson, Garðar Már Jónsson og Andri Snær Jóhannsson 2 mörk hver.