Fara í efni
Þór

Þórsstelpurnar töpuðu naumlega fyrir Fjölni

Madison Anne Sutton, til vinstri, og Hrefna Ottósdóttir fóru fyrir Þórsurum í Grafarvogi í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór tapaði í kvöld með átta stiga mun fyrir Fjölni, 70:62, í Subway deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta. Þetta var fyrsti útileikur stelpnanna á tímabilinu.

  • Stigaskor eftir leikhlutum: 21:15 – 13:17 – (34:32) – 15:18 – 21:12 – 70:62

Fjölnisliðið byrjaði mun betur en Stelpurnar okkar söxuðu smám saman á forskotið og aðeins munaði tveimur stigum í hálfleik, 34:32. Hrefna Ottósdóttir fann fjölina sína í upphafi seinni hálfleiks; hitti úr þremur þriggja stiga skotum snemma í þriðja leikhluta og Þórsarar komust sjö stigum yfir, 45:38. En það dugði ekki til. Það sem skipti sköpum í kvöld var frábær frammistaða Raqu­el De Lima Viegas Lan­eiro í liði heimamanna, svo og ótrúlega slök skotnýting Þórsara á köflum, ekki síst í fjórða og síðasta leikhluta.

Hrefna Ottósdóttir gerði 19 stig fyrir Þór og tók 7 fráköst, Lore Devos gerði 15 stig og náði 5 fráköstum og Madison Anne Sutton gerði 8 stig og tók hvorki meira né minna en 19 fráköst.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum

Smellið hér til að sjá umfjöllun Vísis 

Umfjöllun mbl.is er hér og hér