Fara í efni
Þór

Þórsstelpurnar töpuðu eftir framlengingu

Maddison Anne Sutton var atkvæðmest Þórsara í köpld eins og jafnan áður. Ljósmynd: Páll Jóhannesson

Þór tapaði fyrir Stjörnunni í Garðabæ í kvöld, eftir framlengingu, í þriðju viðureign liðanna í úrslitarimmu 1. deildar kvenna í körfubolta. Stjarnan hefur þar með unnið tvo leiki og Þór enn. Bæði lið leika í efstu deild næsta vetur en þrjá sigra þarf til að vinna deildina. Liðin mætast fjórða sinni á Akureyri á laugardaginn.

  • Skorið eftir leikhlutum: 18:18 – 17:16 (35:34) – 11:18 – 19:13 – 65:65 – 9:3 – 74:68 

Fyrri hálfleikur var hnífjafn, Þórsliðið vann þriðja leikhluta nokkuð örugglega og var í góðum málum. Snemma í fjórða leikhluti var Þór 10 stigum yfir, 56:46, en klaufaskapur gerði það að verkum að heimamenn jöfnuðu og voru mun ákveðnari í framlengingunni.

Atkvæðamestu leikmenn Þórs í kvöld:

  • Madison Anne Sutton 30 stig – 19 fráköst (7 í sókn, 12 í vörn) – 1 stoðsending
  • Tuba Poyraz 9 stig – 27 fráköst (9 í sókn, 18 í vörn) – 1 stoðsending

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina