Fara í efni
Þór

Þórsstelpurnar taka á móti liði Snæfells

Madison Anne Sutton, til vinstri, og Heiða Hlín Björnsdóttir eru á meðal lykilmanna í Þórsliðinu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Annar leikur Þórs í efstu deild Íslandsmóts kvenna í körfubolta, Subway deildinni, er á dagskrá í kvöld þegar lið Snæfells úr Stykkishólmi mætir í Íþróttahöllina. Leikurinn hefst kl. 18.15.

Eftir sigur á Stjörnunni á heimavelli í fyrsta leik töpuðu Stelpurnar okkar fyrir Fjölni í Grafarvogi en Snæfell hefur tapað báðum leikjum sínum, fyrst fyrir Haukum á útivelli og svo Grindavík heima.

Þeim, sem ekki komast í Höllina, er bent á að leikurinn verður sýnt beint á sjónvarpsrás Þórs, Þór TV. Smellið hér til að horfa.