Fara í efni
Þór

Þórsstelpurnar leika í Stykkishólmi í kvöld

Heiða Hlín Björnsdóttir fyrirliði Þórs í fyrsta leiknum gegn Snæfelli, á Akureyri á laugardaginn var. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsstelpurnar mæta liði Snæfells í öðrum leik liðanna í undanúrslitum 1. deildar í körfubolta í kvöld. Leikið er í Hólminum og hefst viðureignin klukkan 19.15.

Spennan var gríðarleg í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni en Þórsarar tryggðu sér sigur með frábærum endaspretti, 80:78. Sigra þarf í þremur leikjum til að komast í úrslit.

Á heimasíðu Þórs er beint á að Snæfell streymi heimaleikjum sínum með VEO-live, sem er sjálfvirk vél, og þurfa áhorfendur að ná sér í Veo Live smáforritið, stofna aðgang og finna Snæfell til að geta horft. Það kostar ekkert.

Hér er heimasvæði Snævells á Veo-live: https://veolive.page.link/kHiG

Þriðja viðureignin verður í Íþróttahöllinni á Akureyri föstudaginn 31. mars og hefst kl. 17:30. Vakin er athygli á óvenjulegum leiktíma, en hann skýrist af því að síðar sama kvöld verður þar einnig handboltaleikur hjá karlaliði Þórs.