Fara í efni
Þór

Þórsstelpurnar hafa unnið alla leikina

Rut Herner Konráðsdóttir var mikilvægur hlekkur í Þórsliðinu í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Kvennalið Þórs í körfubolta sigraði Aþenu í kvöld á Akranesi, 86:60, í næst efstu deild Íslandsmótsins. Þetta var þriðji leikur stelpnanna í deildinni og þær hafa unnið alla.

Tölurnar segja flest sem segja þarf. Þórsliðið var miklu betra en Aþena og sigraði örugglega.

Þórsarinn Hrefna Ottósdóttir var stigahæsti leikmaður vallarins í kvöld, gerði 28 stig og tók fimm fráköst. Rut Hernar Konráðsdóttir gerði sér lítið fyrir og tók 18 fráköst, þar af 13 í sókn, Eva Wium Elíasdóttir átti sex stoðsendingar og Heiða Hlín Björnsdóttir lék einnig mjög vel.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.