Fara í efni
Þór

Þórsstelpur töpuðu í sveiflukenndum leik

Þórsliðið ásamt þjálfaranum Daníel Andra Halldórssyni fyrir leikinn í gær. Ljósmynd: Páll Jóhannesson.

Kvennalið Þórs í körfubolta tapaði gegn KR í gærkvöldi, 74:67, í 1. deildinni, næstu deild Íslandsmótsins. Leikið var í Íþróttahöllinni á Akureyri.

Sæti í úrslitakeppni deildarinnar var í húfi og þar með möguleiki á sæti í efstu deild næsta vetur. Svo fór að KR-ingar enduðu í þriðja sæti en Þórsarar í því fimmta. Þórsliðið hefur þar með lokið keppni í vetur.

Nánar hér á heimasíðu Þórs.