Þór
Þórsliðið fyrst til að vinna Stjörnuna í vetur
18.01.2023 kl. 23:00
Maddie Sutton lék mjög vel að vanda með Þór í kvöld. Stjörnustúlkan Kolbrún María Ármannsdóttir til hægri. Ljósmynd: Páll Jóhannesson
Stelpurnar í Þór urðu í kvöld þær fyrstu til að leggja Stjörnuna að velli í vetur í næst efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta. Leikurinn var jafn framan af en fljótlega í seinni hálfleikinn var ljóst hvert stefndi og þegar upp var staðið fögnuðu Þórsarar öruggum sigri, 89:65.
Stjarnan er efst í deildinni með 24 stig, Snæfell er með 22 og Þór er nú í þriðja sæti með 20 stig.
Myndarlega er fjallað um leikinn á heimasíðu Þórs. Þar er ítarleg tölfræði og viðtöl. Smellið hér til að fara þangað.
Þórsliðið fyrir leikinn í kvöld. Ljósmynd: Páll Jóhannesson.