Fara í efni
Þór

Þórsarinn Egill Orri dvelur hjá Bröndby

Egill Orri Arnarsson, bráðefnilegur knattspyrnumaður í Þór, hefur undanfarna daga dvalið hjá danska félaginu Bröndby. Egill Orri, sem er á 15. ári og gerði fyrsta samninginn við Þór fyrr í vetur,  æfði með U16 liði Bröndby og tók þátt í sterku æfingamóti í Frakklandi þar sem danska liðið hafnaði í fjórða sæti af átta liðum. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs.

Bröndby spurðist fyrir um Egil Orra fyrr í vetur og úr varð að hann fór með félaginu á mótið í Frakklandi.

„Egill er vinstri bakvörður sem hefur leikið sex landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann er í æfingahópi U15 ára landsliðs Íslands sem kemur saman til æfinga um næstu helgi ásamt fjórum öðrum Þórsurum,“ segir á vef félagsins.