Þór
Þórsararnir ungu töpuðu fyrir Val
25.03.2022 kl. 08:12
Páll Nóel Hjálmarsson, til vinstri, og Ólafur Snær Eyjólfsson. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson
Þórsarar töpuðu fyrir Val, 129:84, í efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta (Subway deildinni) í Reykjavík í gærkvöldi. Þórsliðið er þegar fallið úr deildinni.
- Skorið í hverjum leikfjórðungi: 32:22 – 40:19 – 72:41 – 31:26 – 26:17 – 129:84
Vitað mál var að róðurinn yrði þungur fyrir Þórsara. Erlendur atvinnumennirnir hafa verið sendir heim, fyrir utan ungan Dana sem bættist óvænt í hópinn í vetur, en liðið er nú borið uppi af ungum leikmönnum sem ætluð eru aðalhlutverk í framtíðinni.
August Emil Haas skoraði 19 stig í leiknum en skv. tölfræðinni lék Páll Nóel Hjálmarsson best Þórsara, skoraði 15 stig, tók tvö fráköst og átti tvær stoðsendingar; framlagsstig hans voru 14.
Smellið hér til að sjá alla tölfræðina