Þór
Þórsarar verða að vinna til að halda áfram
17.04.2023 kl. 15:15
Arnór Þorri Þorsteinsson, hér í leik gegn Fjölni í vetur, varð markahæsti leikmaður Grill66 deildarinnar á tímabilinu. Arnór Þorri og félagar í Þórsliðinu fá Fjölnismenn í heimsókn í Höllina í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Í kvöld ræðst það hvort handknattleikslið Þórs fer í sumarfrí eftir leikinn við Fjölni í Íþróttahöllinni eða heldur áfram keppni. Leikur Þórs og Fjölnis, önnur viðureign liðanna í undanúrslitum Grill 66 deildarinnar, hefst kl. 18.00 í Höllinni og sigri Þórsarar mætast liðin þriðja sinni.
Fjölnir vann á heimavelli á föstudagskvöldið. Vinna þarf tvo leiki til að komast í úrslit þar sem væntanlega verður leikið við Víkinga um laust sæti í Olís deildinni, efstu deild Íslandsmótsins.
Þeim sem ekki komast á leikinn má benda á að mögulegt er að horfa á hann í beinu streymi á Þór TV - ThorTV — Livey