Þór
Þórsarar urðu að játa sig sigraða
24.08.2021 kl. 20:20
Petar Planic lék vel í vörn Þórs í kvöld, svo og Daði Freyr Arnarsson markvörður. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Þórsarar töpuðu 2:0 fyrir Kórdrengjum í Reykjavík í kvöld í næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, Lengjudeildinni. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.
Þórsarar náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleiknum en léku vel í þeim seinni. Einn heimamanna var rekinn af velli strax á upphafsmínútum seinni hálfleiksins en þrátt fyrir góða frammistöðu Þórsliðsins var sigur Kórdrengja aldrei í verulegri hættu. Þeir vörðust af krafti, Þórsarar voru töluvert með boltann, markvörður Kórdrengja varði nokkur góð skot en Þórsarar náðu aldrei að sér skapa verulega hættu við markið.
Smelltu hér til að sjá leikskýrsluna.
Smelltu hér til að sjá stöðuna í deildinni.