Fara í efni
Þór

Þórsarar unnu 46 stiga sigur á Tindastóli

Hrefna Ottósdóttir skýtur að körfunni í gærkvöldi. Þjálfarinn, Daníel Andri Halldórsson, og Emma Karolína Snæbjarnardóttir gefa merki um að Hrefna sé utan þriggja stiga línunnar. Ljósmynd: Páll Jóhannesson.

Kvennalið Þórs í körfubolta sigraði Tindastól frá Sauðárkróki mjög auðveldlega, 102:56, í næst efstu deild Íslandsmótsins í gærkvöldi. Leikið var í Íþróttahöllinni á Akureyri.

  • Skorið eftir leikhlutum: 27:10 – 30:13 (57:23) – 20:21 – 25:12 – 102:56

Madison Anne Sutton gerði 22 stig fyrir Þór, tók 17 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hrefna Ottósdóttir gerði 19 stig og Heiða Hlín Björnsdóttir 17.

Þórsstelpurnar eru í 2. sæti deildarinnar með 26 stig eins og Snæfell en Stjarnan er efst sem fyrr, hefur 30 stig.

Ítarlega er fjallað um leikinn á heimasíðu Þórs. Smellið hér til að lesa.