Fara í efni
Þór

Þórsarar töpuðu naumlega í Grindavík

Jordan Blount var stigahæstur Þórsara í Grindavík í gærkvöldi. Ljósmynd: Páll Jóhannesson.

Þórsarar töpuðu fyrsta leiknum í efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta (Subway deildarinnar) í Grindavík í gærkvöldi, 69:61. Afleit byrjun kom þeim í koll, Grindvíkingar náðu snemma 10 stiga forystu og voru 17 stigum yfir í hálfleik, 47:30. Það bil náðu Þórsarar aldrei að brúa að fullu.

Annað var upp á teningnum í seinni hálfleik; Þórsarar unnu þriðja leikhluta 15:7 og þann fjórða 16:15; munurinn varð minnstur aðeins tvö stig!

Þórsarar urðu fyrir því áfalli um miðjan annan leikhluta að leikstjórnandinn Jonathan Lawton meiddist og fór af velli. Ekki er ljóst hve slæm meiðslin eru en Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs, segir það væntanlega liggja fyrir á mánudaginn.

  • Jordan Blount 23 stig, 9 fráköst, 2 stoðsendingar (35:13 mín.)
  • Ragnar Ágústsson 12 stig, 8 fráköst, 2 stoðsendingar (25:24 mín.)
  • Eric Etienne Fongue 8 stig, 4 fráköst, 1 stoðsending (34:58 mín.)
  • Dúi Þór Jónsson 6 stig, 5 fráköst, 8 stoðsendingar (33:02 mín.)
  • Atle Bouna N'Diaye 7 stig, 8 fráköst, 1 stoðsending (35:47 mín.)
  • Hlynur Freyr Einarsson 3 stig (4:47)
  • Jonathan Edward Lawton 2 stig, 2 fráköst, 2 stoðsendingar (13:51 mín.)
  • Ólafur Snær Eyjólfsson (2:19)
  • Kolbeinn Fannar Gíslason 6 fráköst (14:39)
  • Páll Nóel Hjálmarsson
  • Smári Jónsson

Stigahæstur í liði Grindvíkinga var Ivan Aurrecoechea, spænski miðherjinn sterki sem lék með Þór í fyrravetur. Hann gerði 17 stig, tók 8 fráköst og átti 3 stoðsendingar. Jordan Blount hélt honum engu að síður býsna vel í skefjum.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði leiksins.