Fara í efni
Þór

Þórsarar töpuðu fyrsta leiknum í Hólminum

Snæfell vann Þór 93:90 í kvöld í fyrstu umferð 1. deildarinnar í körfubolta í Stykkishólmi.

Snæfell gerði þrjú fyrstu stigin en Þórsarar komust fljótlega yfir. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 24:19 fyrir Þór og að loknum öðrum leikhluta – í hálfleik – var staðan 50:44 fyrir Þór. Eftir þrjá leikhluta af fjórum var Þór fimm stigum yfir, 74:69, en á lokakaflanum náðu heimamenn að læðast fram úr.

Í árlegri spá, samkvæmisleik fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna, var Þórsurum spáð 11. og næst neðsta sæti í 1. deildinni í vetur og liði Snæfells því neðsta.

Meira um Þórsarana síðar.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum á vef KKÍ