Fara í efni
Þór

Þórsarar töpuðu fyrir Kórdrengjum

Guðni Sigþórsson gerði eina mark Þórsara í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar töpuðu 3:1 fyrir Kórdrengjum í Lengjubikarkeppninni í Boganum í kvöld.

Gestirnir voru 1:0 yfir í hálfleik en Guðni Sigþórsson jafnaði á 62. mínútu. Albert Brynjar Ingason kom Kórdrengjum yfir á 71. mín. og Loic Cédric Mbang Ondo gulltryggði sigur þeirra á 84. mín.

Kórdrengir sigruðu í 2. deild Íslandsmótsins á síðasta ári og eru því með Þórsurum í næstu efst deild, Lengjudeildinni, í sumar. Þórsarar hafa tapað báðum leikjunum til þess í Lengjubikarnum, þeir lágu fyrir Frömurum fyrir sunnan á dögunum. Kórdrengir höfðu áður tapað 2:1 fyrir FH. Næsti leikur Þórs er um næstu helgi, þegar KR kemur í heimsókn.

Leikskýrslan