Þór
Þórsarar töpuðu fyrir HK í Kórnum
12.06.2022 kl. 10:00
Aron Ingi Magnússon gerði mark Þórs í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Þór tapaði 3:1 fyrir HK næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, Lengjudeildinni, í Kórnum í Kópavogi. Þórsarar eru í níunda sæti með aðeins fimm stig að sex leikjum loknum; þeir hafa unnið einn leik, gert tvö jafntefli og tapað þremur leikjum og markatalan aðeins 7:13
Aron Ingi Magnússon skoraði fyrir Þór eftir stundarfjórðung í gær og staðan var 1:0 í hálfleik. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og gerðu þrjú mörk á fyrsta stundarfjórðungnum.
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.