Fara í efni
Þór

Þórsarar töpuðu fyrir botnliðinu

Orri Sigurjónsson og Harley Bryn Willard, sem gengur til liðs við Þór eftir sumarið. Willard lagði upp fyrr mark Víkings í dag með glæsilegri sendingu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Botnlið Víkings frá Ólafsvík sigraði Þórsara 2:0 á Akureyri í dag í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Þórsarar náðu sér engan vegin  á strik og sigur botnsliðsins var sanngjarn. 

Bjartur Bjarmi Barkarson gerði fyrra markið þegar hálftími var liðinn af leiknum, eftir glæsilega sendingu Harley Willard, sem verður leikmaður Þórs eftir sumarið, og Karrem Isiaka skoraði þegar tæpur hálftími var eftir; komst einn inn fyrir vörn Þórsara og sendi boltann framhjá Daða Frey markverði sem kom út á móti.

Víkingar voru aðeins með tvö stig fyrir leikinn og er því komnir með fimm en eru engu að síður lang neðstir í deildinni. Þróttarar eru næst neðstir með 10 stig og Selfyssingar þar fyrir ofan með 15. Þórsarar hafa 19 stig.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.