Fara í efni
Þór

Þórsarar töpuðu fimmta leiknum í röð

Þórsarinn Tarojae Ali-Paishe Brake á milli Ragnars Nathanaelssonar og Alfonso Birgis Sörusonar Gomez í Höllinni í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar töpuðu 92:79 fyrir liði Hamars í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld í næst efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta. Þórsarar hafa þar með tapað fimm fyrstu leikjunum í deildinni.

  • Skorið eftir leikhlutum: 14:20 – 14:26 – (28:46) – 28:18 – 23:28 – 79:92

Fyrri hálfleikurinn var afleitur hjá Þórsliðinu í kvöld eins og glöggt má sjá á tölunum hér að ofan. Leikur liðsins gjörbreyttist hins vegar í þriðja fjórðungi; Þórsarar skoruðu þá 28 stig, jafn mörg og allan fyrri hálfleikinn; voru grimmir í vörn og skyndilega virtist möguleiki á að þeir myndu jafnvel ná að sigra. Munurinn var 18 stig í hálfleik en kominn niður í átta stig eftir þriðja hluta af fjórum; staðan þá 64:56 fyrir gestina. Lengra komust Þórsarar hins vegar ekki, en liðið sýndi á áðurnefndum kafla hvers það er megnugt ef allir róa í sömu átt.

Tarojae Ali-Paishe Brake gerði 26 stig fyrir Þór og Smári Jónsson 18. Toni Cutuk gerði 14 stig og tók 11 fráköst.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.