Þór
Þórsarar tómhentir heim úr Laugardalnum
10.06.2023 kl. 20:10
Finnski varnarmaðurinn Akseli Matias Kalermo þurfti að fara af velli um miðjan fyrri hálfleik vegna höfuðhöggs. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Þórsarar töpuðu í dag þriðja útileiknum í röð á Íslandsmótinu þegar þeir sóttu Þróttara heim í Laugardalinn. Þórsliðið lék ágætlega úti á velli en varð hins vegar ekkert ágengt þegar nær dró marki heimamanna.
Þróttarar unnu leikinn 3:0 eftir að staðan var 1:0 í hálfleik.
Þórsarar urðu fyrir því áfalli um miðjan fyrri hálfleikinn að finnski miðvörðurinn, Akseli Matias Kalermo, þurfti að fara meiddur af velli. Hann fékk höfuðhögg og í ljós kom að Finninn fékk heilahristing. Ótrúlegt en satt er Akseli þriðji Þórsarinn sem þarf að fara af vell í leik vegna höfuðhöggs í sumar.
Frétt fotbolti.net: Fékk heilahristing og festist í baki
Þórsarar eru eftir sem áður í 5. sæti deildarinnar með níu stig.
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.