Fara í efni
Þór

Þórsarar þokast nær toppliðunum

Heimir Pálsson svífur inn úr horninu í dag. Hann gerði fimm mörk í leiknum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar sigruðu ungmennalið Selfyssinga 33:29 í næstu efstu deild Íslandsmótsins í handbolta (Grill 66 deildinni) á heimavelli í dag. Þeir eru í fjórða sæti en eiga einn leik til góða á tvö næstu lið fyrir ofan og tvo á Hörð, sem er á toppnum.

Þórsarar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17:13, gestirnir náðu yfirhöndinni um stundarsakir í upphafi seinni hálfleiks en síðan tóku heimamenn völdin á ný.

Nokkrum leikjum Þórsara var frestað í vetur vegna Covid og mikið álag verður á þeim á næstunni. Stevce þjálfari nýtti því leikmannahópinn vel í dag, margir fengu að spreyta sig og hann sparaði krafta sinna manna sem mest hann mátti.

Næsti leikur er á miðvikudaginn og það sannkallaður stórleikur þegar Fjölnir kemur í heimsókn; Fjölnismenn eru í öðru sæti með 28 stig að loknum 17 leikjum þannig að með sigri yrðu Þórsarar aðeins einu stigi á eftir þeim fyrir lokatörnina.

Viðar Ernir Reimarsson gerði 9 mörk í dag, Heimir Pálssson gerði 5, Arnór Þorri Þorsteinsson og Tomislav Jagurinovski 4 hvor, Aðalsteinn Bergþórsson 3, Jóhann Einarsson og Halldór Yngvi Jónsson 2 hvor og þeir Josip Kezic, Jón Ólafur Þorsteinsson, Elvar Örn Jónsson og Viktor Jörvar Kristjánsson 1 mark hver. Arnar Fylkisson varði 17 skot.