Þór
Þórsarar taka á móti ungum KA-mönnum
05.11.2022 kl. 16:00
Arnór Þorri Þorsteinsson skorar fyrir Þór gegn Aftureldingu á dögunum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Áhugaverður handboltaleikur er á dagskrá í Íþróttahöllinni á Akureyri kl. 19.30 í kvöld. Þar mætast lið Þórs og ungmennalið KA í Grill66 deildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins. Hefð er fyrir því að hart sé barist þegar Akureyrarfélögin mætast, jafnvel til síðasta blóðdropa! Gera má ráð fyrir miklu fjöri í kvöld.
Húsið verður opnað klukkan 18.30. Þórsarar auglýsa að seldir verði hamborgarar og drykkir fyrir leik – og hvetja alla bæjarbúa til að mæta. Góða skemmtun!