Þór
Þórsarar taka á móti liði Vestra í dag
Fannar Daði Malmquist, til hægri, er einn þriggja sem hafa komið við sögu í öllum átta deildarleikjum Þórs í sumar. Þarna með Liban Abdulahi, sem er tiltækur á ný í dag eftir landsleik með Sómalíu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Þór tekur á móti Vestra í dag í Lengjudeildinni í knattspyrnu, næst efstu deild Íslandsmótsins, á Þórsvellinum (Salt Pay vellinum). Leikurinn hefst klukkan 18.00.
Lið Vestra er í sjötta sæti með 12 stig og Þórsarar næstir fyrir neðan með 10 stig. Öll lið deildarinnar hafa lokið átta leikjum.