Fara í efni
Þór

Þórsarar taka á móti Kórdrengjum

Stevce Alusovski frá Norður-Makedóníu þjálfar handboltalið Þórs. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar taka á móti liði Kórdrengja í þriðju umferð næst efstu deildar Íslandsmótsins í handbolta, Grill 66 deildarinnar, í íþróttahöllinni í kvöld. Þetta er söguleg viðureign því félögin hafa aldrei mæst áður í handbolta.

Þórsarar unnu ungmennalið Hauka á heimavelli í fyrstu umferðinni en töpuðu fyrir ÍR syðra í síðasta leik. Kórdrengir hafa hins vegar tapað báðum leikjunum til þessa.

Leikurinn hefst klukkan 19.30. Á heimasíðu Þórs segir að húsið verði opnað klukkutíma fyrir leik „og þá getur stuðningsfólk mætt og hitað upp fyrir leikinn með því að kaupa sér t.d. hamborgara og drykk á 1.000 krónur,“ segir þar.