Fara í efni
Þór

Þórsarar taka á móti ÍR-ingum í bikarnum

Kolbeinn Fannar Gíslason, fyrirliði Þórsliðsins í körfubolta. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þór og ÍR mætast í bikarkeppni karla í körfubolta, Vís-bikarkeppninni, í Íþróttahöllinni á Akureyri klukkan 18.00 í dag.

Bæði lið hafa verið í töluverðu brasi í byrjun Íslandsmótsins, Þórsarar aðallega vegna meiðsla tveggja lykilmanna, og hvorugt er komið með stig eftir fjórar umferðir. En nú er það sem sagt bikarkeppnin og spennandi verður að sjá hvort Þórsarar ná fyrsta sigri vetrarins.