Fara í efni
Þór

Þórsarar taka á móti Gróttupiltum í kvöld

Sigurður Marinó Kristjánsson og Jakob Snær Árnason verða væntanlega í eldlínunni í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þór og Grótta mætast í dag klukkan 18.00 á Þórsvellinum (Salt Pay vellinum) í Lengjudeild Íslandsmótsins í knattspyrnu, þeirri næst efstu.

Þegar liðin mættust í 1. umferð deildarinnar á Seltjarnarnesi í vor höfðu heimamenn betur í fjörugum leik, 4:3. Ólafur Aron Pétursson gerði þá tvö mörk og Liban Abdulahi eitt.

Liðin eru nánast jöfn á stigatöflunni, Grótta í sjöunda sæti með 17 stig en Þór með 16 stig í áttunda sæti.