Þór
Þórsarar taka á móti Grindvíkingum í dag
22.06.2021 kl. 16:40
Ólafur Aron Pétursson í síðasta leik Þórs, gegn Kórdrengjum í Lengjudeildinni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Þórsarar fá Grindvíkinga í heimsókn í dag í bikarkeppninni í knattspyrnu, Mjólkurbikarkeppninni. Flautað verður til leiks á Þórsvellinum (Salt Pay vellinum) klukkan 18.00.
Leikurinn er í 3. umferð keppninnar, 32 liða úrslitum. Þór sló Magna út í 2. umferðinni.
Þór og Grindavík mættust í 2. umferð Lengjudeildar Íslandsmótsins í vor í Boganum, Þórsarar sigruðu þá 4:1 en síðan hefur gengið liðanna verið ólíkt. Þór er með sjö stig eftir jafn marga leiki, Grindvíkingar eru hins vegar í öðru sæti deildarinnar, með 15 stig að loknum sjö leikjum.