Fara í efni
Þór

Þórsarar taka á móti Grindvíkingum

Kristófer Kristjánsson og Harley Willard eftir sigurinn á Kórdrengjum í fyrstu umferðinni. Willard hefur gert bæði mörk Þórs í deildinni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar fá Grindvíkinga í heimsókn í dag í Lengjudeildinni í knattspyrnu, næst efstu deild Íslandsmótsins. Leikurinn átti að hefjast klukkan 18.00 en vegna seinkunar á flugi sunnanmanna verður ekki flautað til leiks fyrr en klukkan 19.15. Leikið verður á grasvelli Þórs, SaltPay vellinum.

Þórsliðið er með þrjú stig eftir tvær umferðir; vann fyrst Kórdrengi 1:0 í Boganum en tapaði illa, 4:1, fyrir Fjölni, 4:1 Grafarvogi. Grindavík er með stigi meira; gerði fyrst 1:1 jafntefli við Aftureldingu á útivelli og sigraði síðan Þrótt í Vogum 3:0 á heimavelli.