Fara í efni
Þór

Þórsarar steinlágu fyrir liði Vestra

Nemanja Knezevic, miðherji Vestra, með boltann í kvöld. Þórsararnir eru, frá vinstri: Baldur örn Jóhannesson, Ragnar Ágústsson, Kolbeinn Fannar Gíslason og August Emil Haas. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þór steinlá á heimavelli í kvöld fyrir Vestra, 117:73, í efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta karla, Subway deildinni. Eftir fyrri hálfleikinn munaði aðeins 10 stigum, staðan þá 56:46, en gestirnir stungu fljótlega af í seinni hálfleik.

  • Skorið í hverjum leikfjórðungi: 28:33 – 18:23 – 46:56 – 15:27 – 12:34 – 73:117

Þórsarar sögðu á dögunum upp samningum við þrjá erlenda leikmenn en einn er enn í herbúðum liðsins, ungur Dani sem er nýlega kominn. Þannig skipað mætti liðið Íslandsmeisturum Þórs úr Þorlákshöfn á föstudaginn í hörkuleik sem virtist enn sitja í Þórsurum í kvöld; þeir náðu ekki upp sömu baráttu og gegn nöfnum sínum og því fór sem fór. Munurinn var ekki mikill í hálfleik, sem fyrr segir, en þegar leið á virtist þreytan segja til sín.

Þórsliðið byrjaði reyndar mjög vel en gestirnir voru komnir nokkrum stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og héldu síni striki eftir það. Vert er að geta þess að Vestramenn hittu úr 17 þriggja stiga skotum í kvöld og voru með 54% skotnýtingu í leiknum þegar allt er talið en Þórsarar 34%.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.