Fara í efni
Þór

Þórsarar semja við Jordan Damachoua

Skjáskot úr þætti á franskri sjónvarpsstöð þar sem fjallað var um dvöl Damachoua á Íslandi og á La Réunion.

Knattspyrnudeild Þórs hefur samið við Frakkann Jordan Damachoua um að leika með liði félagsins á næsta keppnistímabili. Damachoua er þrítugur varnarmaður, sem lék hérlendis frá 2018 til 2020. Hann er fæddur í Frakklandi en er einnig með ríkisborgararétt í Mið-Afríkulýðveldinu.

Fyrstu tvö árin á Íslandi var Damachoua í herbúðum Knattspyrnufélags Fjallabyggðar (KF) í 3. deild, D-deild Íslandsmótsins, og sumarið 2020 lék hann með Kórdrengjum í 2. deild, C-deildinni. Á þessu ári lék Damachoua með liði US Saint-Marie á frönsku eyjunni La Réunion í Indlandshafi.