Fara í efni
Þór

Þórsarar semja við hollenskan leikmann

Liban Abdulhai, í hvíta búningnum.

Knattspyrnudeild Þórs hefur samið við Liban Abdulahi, 25 ára Hollending, sem leikur sem miðjumaður eða útherji. Abdulahi er einnig með sómalskt ríkisfang og hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Sómalíu, alla árið 2019. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs í kvöld.

Abdulahi hefur leikið með liðum næst efstu deild í Hollandi, hann tók þátt í þremur leikjum með Jönköpings Södra í sænsku B-deildinni 2019 og fjórum leikjum í með Koninklijke HFC í hollensku C-deildinni á síðasta ári, eftir því sem næst verður komist.