Þór
Þórsarar semja við bandarískan framherja
19.06.2023 kl. 15:45
Harrison Butler í leik með háskólaliði SU Thunderbirds.
Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við bandarískan framherja, Harrison Butler. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.
Harrison Butler er 198 sm á hæð og kemur til Þórs frá bandaríska háskólaliðinu Southern Utah Thunderbirds sem leikur í efstu deild háskólakeppninnar. Butler hefur leikið með liðinu í fimm ár.
Á lokaári sínu þar spilaði Butler að meðaltali 31 mínútu í leik, skoraði 11,1 stig, tók 6,7 fráköst, átti 2,5 stoðsendingar og var með 1,1 stolinn bolta að meðaltali. Hann hefur tekið næstflest fráköst í sögu SU Thunderbirds og er á topp tíu lista yfir skoruð stig í sögu skólans.
Nánar hér á heimasíðu Þórs.