Þór
Þór semur við bandarískan bakvörð
20.06.2021 kl. 13:10
Þórsarar hafa samið við 25 ára bandarískan bakvörð, Jonathan Lawton, um að leika með körfuboltaliði félagsins næsta vetur. Lawton lék síðast á Írlandi með Tralee og varð deildarmeistari, áður en keppni var hætt vegna heimsfaraldursins.
Þar áður lék Lawton fyrir Florida Southern College í 2. deild bandarísku háskólakeppninnar, í svokallaðri Sunshine State Conference, en nokkrir kunnir Íslendingar hafa leikið í þeirri svæðisdeild. Á lokaári í háskóladeildinni var Lawton valinn besti leikmaður Sunshine State Conference – sá mikilvægasti (Most Valuable Player), eins og Bandaríkjamenn kalla það.