Þór
Þórsarar semja við 21 árs Englending
24.03.2022 kl. 11:20
Þórsarar hafa samið við 21 árs Englending, Sammie McLeod, um að leika með knattspyrnuliði félagsins í sumar. Sammie er miðjumaður sem leikið hefur í heimalandinu allan sinn feril og var m.a. á mála hjá Leicester um tíma, að því er segir á heimasíðu Þórs.
Von er á leikmanninum til landsins í byrjun næsta mánaðar. „Þetta er örvfættur miðjumaður sem er sterkur í loftinu og með góðar sendingar og skot. Hann hefur verið á mála hjá sterkum liðum og við erum hrikalega spenntir að fá hann til okkar,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, á heimasíðunni.