Þór
Þórsarar segja upp samningi Vekic
Josip Vekic í leik Þórs og Fjölnis í vetur. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Handknattleiksdeild Þórs hefur rift samningi við króatísku skyttuna Josip Vekic. Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, staðfesti það við handbolta.is í dag. Vekic stóð ekki undir væntingum og þess vegna var ákveðið að leiðir hans og Þórs skildu áður en þráðurinn verður tekinn upp aftur í Grill 66-deildinni eftir hlé.
Nánar hér á handbolti.is