Þór
Þórsarar sækja Grindvíkinga heim
12.07.2023 kl. 16:28
Þórsarar fagna marki í bikarleiknum gegn Víkingi á Þórsvellinum. Munu þeir fagna í Grindavík í kvöld? Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Þórsarar sækja Grindvíkinga heim í dag í 10. umferð Lengjudeildarinnar. Leikurinn hefst kl. 18.
Fyrir leikinn í dag munar einu stigi á liðunum, en þó þremur sætum. Grindvíkingar sitja í 4. sætinu með 14 stig, en Þór er í 7. sæti með 13 stig. Liðin biðu bæði ósigur í síðustu umferð, Grindvíkingar heima gegn Þrótti og Þórsarar úti gegn Skagamönnum. Leikir þessara liða í Lengjudeildinni í fyrra enduðu með 1-1 jafntefli fyrir norðan, en Þórsarar tóku svo öll stigin með 2-1 sigri í Grindavík.
Leikurinn hefst kl. 18 og verður í beinni á YouTube-rás Lengjudeildarinnar - sjá hér.