Fara í efni
Þór

Þórsarar mæta Gróttu á Nesinu – SA gegn SR

Bjarni Guðjón Brynjólfsson skorar í fyrri leik Þórs og Gróttu í sumar. Þórsarar fögnuðu þá 3:1 sigri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Karlalið Þórs í knattspyrnu mætir Gróttu á Seltjarnarnesi í dag í næst síðustu umferð Lengjudeildarinnar, næst efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 17.00.

Gríðarlega mikið er í húfi því Þórsarar eru eitt sex liða sem enn glíma við falldrauginn. Ægismenn eru þegar fallnir en baráttan um að sleppa við hitt fallsætið er enn mikil.

Fjögur lið eru með 23 stig, Þróttur, Grótta, Njarðvík og Selfoss, Þór þar fyrir ofan með 24 og Grindavík með 25. Þór á eftir að mæta tveimur af þessum liðum, Gróttu í dag og Grindavík á heimavelli í lokaumferðinni um næstu helgi.

Leikurinn verður sýndur beint á youtube rás Lengjudeildarinnar. Smellið hér til að horfa.

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni

Leikir dagsins í Lengjudeildinni eru þessir:

  • Grótta - Þór
  • Leiknir - Fjölnir
  • Afturelding - Ægir
  • Grindavík - Selfoss 
  • Vestri - Þróttur
  • Njarðvík - ÍA

Lokaumferðin um næstu helgi:

  • Þór - Grindavík
  • Ægir - Leiknir
  • ÍA - Grótta
  • Selfoss - Vestri
  • Fjölnir - Njarðvík
  • Þróttur - Afturelding

Kvennalið Skautafélags Akureyrar í íshokkí verður einnig í eldlínunni á borgarhorninu í dag. Stelpurnar okkar mæta liði SR í Skautahöllinni í Laugardal klukkan 16.45 í Hertz deild Íslandsmótsins. Þetta er annar leikur SA í deildinni, liðið vann Fjölni 5:4 á heimavelli um síðustu helgi.