Fara í efni
Þór

Þórsarar mæta Fjölni í Grafarvoginum

Þórsarar fagna sigurmarkinu gegn Kórdrengjum í Boganum í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór sækir Fjölni heim í kvöld í Lengjudeildinni í knattspyrnu, næst efstu deild Íslandsmótsins. Þórsarar unnu Kórdrengi 1:0 í Boganum í fyrstu umferðinni og Fjölnir vann Þrótt í Vogum 3:0 á útivelli.

Leikurinn á Extra vellinum í Grafarvogi hefst klukkan 19.15 í kvöld. Allir leikir deildarinnar eru sýndir beint á vef Lengjudeildarinnar á netinu.