Þór
Þórsarar mæta Ægi í Þorlákshöfn í dag
11.08.2023 kl. 15:30
Þórsarar fagna marki í fyrri leiknum gegn Ægi í sumar - eftir að Alexander Már Þorláksson gerði annað mark liðsins þegar 33 sek. voru liðnar af seinni hálfleik. Þór vann leikinn 3:1. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Þórsarar leika við Ægi í dag í Þorlákshöfn, í 16. umferð Lengjudeildarinnar, næst efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu.
Leikurinn hefst klukkan 18.00 og hægt verður að horfa á hann í beinni útsendingu á youtube rás deildarinnar – smellið hér til að horfa.
Þór er í níunda sæti deildarinnar með 17 stig en Ægir er neðstur með átta stig.
Þórsarar eru sex stigum frá fimmta sæti, því síðasta sem veitir keppnisrétt í umspili fjögurra liða um eitt laust sæti í efstu deild að ári. Sjö leikir eru eftir í deildinni og þar af leiðandi 21 stig í pottinum.
Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.