Þór
Þórsarar höfðu ekki roð við bikarmeisturunum
16.10.2022 kl. 18:45
Smári Jónsson, sem lék mjög vel í dag, reynir að komast framhjá Júlíusi Orra Ágústssyni, fyrrverandi félaga sínum í Þórsliðinu. Ljósmynd: Páll Jóhannesson.
Karlalið Þórs var slegið út úr bikarkeppni Körfuknattleikssambandsins, VÍS bikarnum, í dag þegar bikarmeistarar Stjörnunnar komu í heimsókn í íþróttahöllina á Akureyri. Gestirnir sigruðu örugglega eins og búist var við; Stjarnan var komin í 25:13 eftir fyrsta fjórðung, staðan var 53:34 í hálfleik og lokatölur 115:74. Tarojae Ali-Paishe Brake gerði 28 stig fyrir Þór, Toni Cutuk gerði 17 stig og tók 12 fráköst og var besti Þórsarinn skv. hefðbundinni tölfræði.
Smellið hér til að sjá alla tölfræðina.