Þór
Þórsarar gerðu sex mörk og flugu í næstu umferð
06.04.2023 kl. 18:10
Valdimar Daði Sævarsson kominn framhjá Javon Jerrod Sample, markverði KF snemma í seinni hálfleik eftir sendingu Bjarna Guðjóns Brynjólfssonar. Augabragði síðar gerði Valdimar Daði þriðja mark Þórs. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Þórsarar sigruðu Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) 6:0 í Boganum í dag í 2. umferð bikarkeppni KSÍ, Mjólkurbikarkeppninnar. Þórsarar eru þar með komnir í 32-liða úrslit sem fara fram síðar í mánuðinum.
Yfirburðir Þórs voru miklir en fyrsta markið kom þó ekki fyrr en á 38. mín. þegar Alexander Már Þorláksson braut ísinn.
Marc Rochester Sörensen bætti við marki fyrir hlé og skoraði aftur í seinni hálfleik, auk þess sem þeir Valdimar Daði Sævarsson, Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Aron Ingi Magnússon gerði sitt markið hver.
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna. Þegar þetta er skrifað hefur reyndar ekki verið lokið að fylla hana út en verður það vonandi fljótlega.