Fara í efni
Þór

Þórsarar fá línumann frá Norður-Makedóníu

Handknattleiksdeild Þórs hefur samið við Kostadin Petrov, línumann frá Norður-Makedóníu. Petrov lék síðari hluta vetrar með meistaraliði RK Vardar frá Skopje í heimalandinu. 

Petrov, sem er í landsliði Norður-Makedóníu, er 29 ára, rúmlega 1,90 m á hæð og liðlega 100 kíló. Hann hefur áður leikið með nokkrum félögum í heimalandinu auk Guadalajara á Spáni og Suceava í Rúmeníu. Hann semur við Þór til eins árs með möguleika á framlengingu um annað ár.

Landi Petrovs, Stevce Alusevski, þjálfaði Þór síðasta vetur og samdi í vor áfram til næstu þriggja ára.