Þór
Þórsarar áttu aldrei möguleika gegn HK
21.10.2022 kl. 22:30
Josip Vekic, til vinstri, skoraði sex mörk fyrir Þór í kvöld og Viðar Ernir Reimarsson tvö. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
HK vann auðveldan sigur á Þór í Kórnum í kvöld í fjórðu umferð Grill66-deildar karla, næst efstu deildar Íslandsmótsins í handknattleik. Lokatölur urðu 30:22 eftir að heimamenn náðu mest 12 marka forskoti. Staðan var 14:9 í hálfleik.
Mörk Þórs: Josip Vekic 6, Kostadin Petrov 5, Jonn Rói Tórfinnsson 4, Arnór Þorri Þorsteinsson 3, Halldór Yngvi Halldórsson 2 og Viðar Ernir Reimarsson 2. Arnar Þór Fylkisson varði 14 skot.
HK er efst með sjö stig að loknum fjórum leikjum, Þór er með fjögur stig eftir jafn marga leiki.
Smellið hér til að sjá alla tölfræðina.
- Fyrr í dag var dregið í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta. Þórsarar mæta Aftureldingu á Akureyri í lok næstu viku. KA-menn sitja hjá í þessari umferð.