Þór
Þórsarar af stað í bikarkeppninni í kvöld
Kristófer Kristjánsson, einn hinna ungu og efnilegu stráka sem verða í stórum hlutverkum hjá Þórsurum í sumar ef að líkum lætur. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Fyrsti „alvöru“ leikur knattspyrnuliðs Þórs er á dagskrá í kvöld, þegar Þórsarar hefja leik í bikarkeppni KSÍ, Mjólkurbikarnum. Þeir taka á móti liði Samherja úr Eyjafjarðarsveit í Boganum og flautað verður til leiks klukkan 19.15.