Þór
Þór/KA vann Val – Sandra gerði aftur þrjú mörk
04.03.2023 kl. 20:00
Sandra María Jessen gerði þrjú mörk í fyrri hálfleiknum gegn Val í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Sandra María Jessen endurtók leikinn frá því gegn FH um daginn og gerði þrjú mörk í dag þegar Þór/KA vann Val 4:3 í Lengjubikarkeppninni í knattspyrnu. Þór/KA hefur þar með unnið alla þrjá leikina.
Staðan var 4:1 í hálfleik og Stelpurnar okkar í afar vænlegri stöðu. Gestirnir skoruðu svo tvívegis í seinni hálfleik og sóttu af nokkrum krafti en stelpurnar í Þór/KA héldu út og fögnuðu sigri.
Mörkin:
- 1:0 Sandra María Jessen (9.)
- 2:0 Sandra María Jessen (27.)
- 2:1 Bryndís Arna Níelsdóttir (30.)
- 3:1 Amalía Árnadóttir (31.)
- 4:1 Sandra María Jessen (35.)
- 4:2 Krista Dís Kristinsdóttir (73. – sjálfsmark)
- 4:3 Ásdís Karen Halldórsdóttir (85. – víti)
Næsti leikur Þórs/KA verður gegn Þrótti í Reykjavík næsta föstudag. Þróttarar hafa einnig unnið alla þrjá leikina til þessa.
- VIÐBÓT Í KVÖLD – Smellið hér til að sjá ítarlega umfjöllun um leikinn í dag á vef Þórs/KA.