Þór
Þór/KA úti gegn Blikum og KA sækir Val heim
07.08.2023 kl. 14:30
Sandra María Jessen og Jóan Símun Edmundsson. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson
Valur og KA mætast í 18. umferð Bestu deildar karla klukkan 16:00 á Origo-vellinum í dag og á sama tíma hefst viðureign Þórs/KA og Breiðabliks í Bestu deild kvenna í Kópavogi. Báðir leikirnir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport.
Miðvörðurinn Dusan Brkovic er í banni eftir að hann var rekinn út af í leik KA og HK í síðustu umferð og Birgir Baldvinsson, bakvörður KA, er einnig í banni vegna uppsafnaðra gulra spjalda.
Valur er í öðru sæti Bestu deildarinnar með 38 stig úr 17 leikjum en KA í sjöunda sæti með 21 stig úr 16 leikjum.
Þór/KA er er í fjórða sæti Bestu deildar kvenna með 22 stig að loknum 14 leikjum en Breiðablik er í öðru sæti með 30 stig, einnig eftir 14 leiki.